Monday, February 18, 2008

Allt að koma til

Jæja við erum loksins byrjaðir að vinna aftur en ég er samt bara fastur á bekknum og efast um að það sé eitthvað að fara breytast, en ég er byrjaður að sætta mig við það og reyna að æfa meira og verða betri svo ég geti spilað á næsta ári. En annars er ekki mikið í gangi hérna. Við töpuðum 4 leikjum í röð og þjálfarinn missti sig alveg og núna er allt bannað, við megum ekki vera með síma né i-pod í rútunni sem er ekki nógu spes en við erum einmitt að fara að keppa á miðvikudaginn og móti skóla sem er í 5 klukkustunda akstursfjarlægð vá ég get bara ekki beðið! Annars kemur gamla settið á föstudaginn sem þýðir að ég verð bara að skrópa í skólanum á meðan þau eru hérna!! Þetta verður voða gaman að borða á veitingastöðum og fara í mallið og versla smá ég meina ég get kannski pínt mig í að kaupa eitt skópar eða svo.

Tuesday, February 05, 2008

vá erfiðir tímar

Vá hvað það er langt síðan maður ehfur verið að tjá sig hérna eitthvað að ráði, en síðasta vika var ein sú erfiðasta sem ég hef lent í. Það voru 4 próf í vikunni, plús að ég þurfti að skila inn béskotans verkefni sem tók asnalega langan tæima að gera plús að það voru 2 leikir sem báir töpuðust og spila alveg heilar 5 mínútur samanlagt. Ég á alltaf erfitt með að taka tapinu illa þegar ég fæ ekki séns til að hjálpa liðinu eitthvað að ráði. En ég er að gera mitt besta til að fá einhvern spilatíma, og það er leikur á morgun þannig að það kemur bara í ljós hvort það hefur verið að skila sér eitthvað eður ei.
Ég fór til Charlotte sææiðustu helgi og það var ekkert smá gaman og ég myndi skrifa söguna hérna en ég efast um að foreldrar mínir yrðu sáttir þannig hverjir sem vilja heyra ferðasöguna verða að hitta mig inná msn. En ég og nokkrir krakkar (eitthvað um 10) fóru til charlotte á einhvern klúbb, sem var alveg geggjað og það var bullað í allt og öllum, það er við vorum byrjaðir að ljúga að einn stræakurinn væri í NBA og stelpurnar voru alveg að kaupa það og solleis en eins og ég sagði þá segi ég betur frá henni á msn.
Það er komið á fast að ég er að fara á James Blunt í mars og svo er ég að fara á uppistand með Jerry Seinfeld í april og ég er einmitt að reyna að fara á Bon Jovi í april en það er ekki komið á fast að ég komist.
Svo styttist í það að gamla settið komi hingað en það eru um 2 vikur eða svo að þau komi og ég hlakka mikið til vegna þess að þau ætla að koma með smá skyr og pullur fra´klakanum... úúvvvííí

Friday, January 18, 2008

Við unnum síðastliðinn miðvikudag, en við unnum Brevard á heimavelli með 11 stigum en þeir voru ekki mjög góðir. Ég setti 10 stig og tók 5 fráköst á 10 mínútum, núna hlýtur að koma að því að ég fái að spila meira en ég meina í síðustu tveim leikjum er ég búinn að spila samanlagt í 20 mín og skora 17 stig! Ég tel það bara vera nokkuð gott.
Síðasta laugardag spiluðum við útileik á móti Mars Hill og unnum hann með einhverjum 10 stigum en útaf einhverjum ástæðum spilaði ég 6 minutur og ekkert í seinni hálfleik en ég skoraði ekki en var ekki mikið að snerta boltann í sókninni, en ég tók 3 fráköst. En þessi skóli var ekki með neinn alvöru stórann mann þannig að þeir spiluðu bara með litla menn og ég var ekki alltof sáttur með það en þjálfarinn treystir mér ekki að spila á móti minni mönnum enda er ég ekki beint sá sneggsti í boltanum.
Eftir leikinn þá fór ég heim til Heathers því að hún býr í bænum sem Mars Hill er í. Þar var bara slakað á því að það var enginn æfing á sunnudeginum og enginn skóli á mánudeginum vegna þess að það var Martin Luther King jr. dagur sem þýðir að allir skólar séu í fríi.
Á morgun er svo heimaleikur á móti Lincoln Memorial og ef við vinnum hann erum við 3-2 í riðlinum.
Svo er það staðfest að gamla settið er að koma í febrúar! Hlakka mikið til að sjá þau

Sunday, January 13, 2008

Erfið vika!

jæja soldið langt síðan maður hefur gert eitthvað hérna en ég hef verið frekar busy hérna með skólann og körfunni. Við erum búnir að spila 2 leiki til vipbótar í riðlinum og unnum einn og töpuðum einum sem við áttum að vinna. Við unnum Wingate sem var valið til að vinna riðilinn nokkuð örugglega en við náðum að sigra þá á miðvikudaginn á okkar heimavelli með einu stigi. Ég spilaði í 10 mín og náði ekki að skora en ég tók 5 fráköst. Leikurinn var rosalegur, við vorum að tapa með 2 stigum þegar 25 sek voru eftir en við smelltum þrist í grillið á þeim þegar 7 sek voru eftir. Þeir skutu um leið og leiktíminn rann út og boltinn skoppaði 3svar á hringnum áður en hann lak uppúr. Magnað!!!
Seinni leikurinn var í gær á útivelli á móti Tusculum og þeir gera voða lítið annað en skjóta 3 stiga. Ekki nógu skemmtilegt lið en við erum svo mikið betri en þeir en einhvern veginn náðum við að tapa. Við töpuðum með 3 stigum og þeir skoruðu þrist þegar 1,3 sekundur voru eftir. Ég fékk langa sendingu upp völlinn og þurfti að grípa boltann og skjóta beint með 2 gaura í andlitinu á mér, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert en ég náði að skjóta skikkanlegu skoti en það fór ekki oní enda var það um það bil 2 metrum frá 3 stiga línunni en skotið var stutt og hafnaði framaná hringnum! Já við töpuðum útaf ég klikkaði síðasta skotinu. Ég skoraði 7 stig á 10 mín og tók 3 fráköst sem ég er alveg sáttur með en ég hefði viljað hitt síðasta skotinu...

ÉG og Heather keyptum miða á James Blunt í mars í Asheville sem ég hlakka nokkuð mikið til að fara á!!

Thursday, January 03, 2008

Gleðilegt Nýtt Ár!!

Gleðilegt nýtt ár öll saman ég vona að allir hafi skemmt sér konunglega og farið varlega (Arinbjörn). Ég skemmti mér bara nokkuð vel, tók því reyndar bara rólega því að það var æfing klukkan 11 á nýársdag og svo var leikur í gær. Ég, Heather og Jason og kærastan hans chilluðum bara í íbúðinni hans og skáluðum auðvitað þegar nýja árið gekk í garð. Ég var meira að segja kominn inná herbergi uppúr 2, ég veit það er fáranlega snemma, og mig langar ekkert smá að fagna nýja árinu á íslandi en ég verð víst að bíða í 2 ár til þess að geta það.


Við unnum leikinn á miðvikudaginn með 10 stigum, og ég spilaði í einhverjar 19 mínútur og skoraði 5 stig og tók 5 fráköst sem er allt í lagi, ég er alveg sáttur með leikinn. Skólinn er ekki ennþá byrjaður en það eru flest íþróttaliðin mætt aftur vegna æfinga. Skólinn byrjar aftur á miðvikudaginn og ég get ekki sagt að mig hlakki mikið til. En sem sagt þá gerir maður ekki annað en að hangast eitthvað og svo er alltaf einhverjar æfingar um daginn og svo borðum við saman sem lið.

Á morgun er svo annar leikur á útivelli og ef við vinnum hann þá verður recordið okkar 8-4 em er alveg nokkuð fínt miðað við að við vorum aðeins 4-4 fyrir jól. Annars er ekki mikið að frétta af manni þetta er alltaf sama gamla sagan hérna þessa stundina. Svo vill ég minna strákana á hvernig liðið mitt í manager er að fara ná Gumma og Adda eftir nokkrar umferðir og vinna titilinn!!

Monday, December 31, 2007

Dont call it a comeback

Ja thad held eg nu, madur er byrjadur ad blogga aftur vegna kvartana sem madur fekk thegar eg kom heim um jolin. Eg er ad skrifa a tolvunni hennar Heathers thvi ad internetid virkar ekki i minu herbergi eins og er. Til ad byrja med vill eg thakka ollum fyrir frabaert fri a klakanum og thad var geggjad skemmtilegt ad hitta alla og fa ser einn eda tvo kalda og mig er strax farid ad hlakka til ad koma heim i sumar og eg byst vid ad flaskan heima hja Gumma verdur buin er eg kem. Ferdin fra Keflavik til Boston var fin og eg nadi ad sofa i um 3 tima af 5 sem var virkilega thaegilegt, og svo kom madur til Boston beid i skitinn klukkutima eftir ad skutlan pikkadi mig upp til ad koma mer a hotelid. Thurfti ad vakna klukkan half 4 a stadartima thvi ad eg atti flug klukkan 6 um morguninn thannig ad eg svaf i 3 tima eda svo a hotelinu. Jason felagi minn pikkadi mig upp a flugvollinn og farid var beint a aefingu sem var ekki beint thad skemmtilegasta sem eg hef gert thvi ad lappinrnar a mer voru eins og kukur!
Vid spiludum 2 leiki um helgina og unnum tha bada med einu stigi og sa fyrri vannst i framlengingu, vid unnum Queens og Mount Olive haskola sem eru nokkud sterkir skolar og MOunt Olive er rankad numer 22 i landinu thesa stundina. Eg fekk thvi midur ekki ad spila mikid en eg spiladi adeins 5 minutur samtals og eg er ekki beint sattur en svona er thetta sem thydir bara ad eg tharf ad baeta mig. Thad er leikur a midvikudaginn a moti Chowan og vid erum bunir ad vinna hann adur med 17 stigum fyrr a leiktimabilinu.
Thad verdur ekki mikid gert af ser i kvold vegnathess ad thad er aefing klukkan 11 i fyrramalid!! Eg er ekki sattur med tha akvordun hja thjalfaranum en svona er thetta vist. Eg og Heather aetlum kannski ad kikja a einhvern klubb og fagna nyja arinu saman. Eg fekk jolagjofina fra Heather i gaer og hun gaf mer Dirk landslidstreyjuna sem er uber toff og eg thvilikt anaegdur med hana og svo gaf hun mer nokkrar biomyndir a i-podinn og solleis, og hun var mjog anaegd med armbandid sem mamma gaf henni.
Eg vona ad thad verdi geggjad a ballinu i kvold hja ollum og vaenti thess ad sja myndir af thvi bradlega og gangi ther vel Arinbjorn minn med kvennkynid i kvold!

Thursday, September 27, 2007

Ný tölva komin

Jæja þá get ég loksins sagt að bloggið mitt sé komið í gang fyrir fullt og allt. Nýja tölva mín er loksins komin sem þýðir að ég get loksins verið á netinu eitthvað að ráði. Tölvan er hreint út sagt mögnuð og eg borgaði 83000 kall fyrir hana. Ég keypti mér Dell Inspirion 1720 held ég að hún heiti.

Annars er allt í góðu hjá mér, skólinn gengur sinn vanagang og það er ennþá alveg vel heitt hérna, ég held að það sé eitthvað um 25 stiga hiti en maður getur ekkert notið hitans vegna hversu annasamur dagurinn minn er.
Ég vill biðja Helgu Maríu um að senda mér myndir af Finnu, heitir litla stelpan hennar það ekki? Ég er alla veganna nokkuð viss um að Helga hafi sagt mér það. ameríski fótboltinn er í fullum gangi hérna sem þýðir að það sé oftast eitthvað teiti eftir heimaleiki sem er alltaf gaman að en skólinn er búinn að vinna alla 5 leikina sína sem er nokkuð gott.
Ég fór á minn fyrsta Carolina Panthers NFL leik um daginn og það var magnað hvað það voru margir á þessum blessaða leik, en það voru um 70000 manns!! Panthers skitu alveg bókstaflega á sig sem var ekki nógu spes en ég náði samtað skemma mæer mjög vel. Sumt fólkið á leiknum var alveg haugölvað og blótandi liðinu vegna þess að þeir gátu ekki neitt.
Eftir 2 vikur er undirbúningstimabilið loksins búið og þá er Fallbreak og ég er að spá að reyna að kíkja til Óla Torfa í Applachian State sem er í um 2 tima akstursfjarlægð og ég ætla að reyna að fá Isaac til að kíkja með ´mér.
annars vildi ég bara segja að bloggið er loksins komið í gang!!