Sunday, January 13, 2008

Erfið vika!

jæja soldið langt síðan maður hefur gert eitthvað hérna en ég hef verið frekar busy hérna með skólann og körfunni. Við erum búnir að spila 2 leiki til vipbótar í riðlinum og unnum einn og töpuðum einum sem við áttum að vinna. Við unnum Wingate sem var valið til að vinna riðilinn nokkuð örugglega en við náðum að sigra þá á miðvikudaginn á okkar heimavelli með einu stigi. Ég spilaði í 10 mín og náði ekki að skora en ég tók 5 fráköst. Leikurinn var rosalegur, við vorum að tapa með 2 stigum þegar 25 sek voru eftir en við smelltum þrist í grillið á þeim þegar 7 sek voru eftir. Þeir skutu um leið og leiktíminn rann út og boltinn skoppaði 3svar á hringnum áður en hann lak uppúr. Magnað!!!
Seinni leikurinn var í gær á útivelli á móti Tusculum og þeir gera voða lítið annað en skjóta 3 stiga. Ekki nógu skemmtilegt lið en við erum svo mikið betri en þeir en einhvern veginn náðum við að tapa. Við töpuðum með 3 stigum og þeir skoruðu þrist þegar 1,3 sekundur voru eftir. Ég fékk langa sendingu upp völlinn og þurfti að grípa boltann og skjóta beint með 2 gaura í andlitinu á mér, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert en ég náði að skjóta skikkanlegu skoti en það fór ekki oní enda var það um það bil 2 metrum frá 3 stiga línunni en skotið var stutt og hafnaði framaná hringnum! Já við töpuðum útaf ég klikkaði síðasta skotinu. Ég skoraði 7 stig á 10 mín og tók 3 fráköst sem ég er alveg sáttur með en ég hefði viljað hitt síðasta skotinu...

ÉG og Heather keyptum miða á James Blunt í mars í Asheville sem ég hlakka nokkuð mikið til að fara á!!