Thursday, August 31, 2006

Netið loksins komið inná herbergi

Netið er núna komið og loksins getur maður skrifað íslenska stafi sem er all svakalega ljúft. Það er búið að vera voða fínt hjá mér og allt gengur svona skikkanlega. Líffræðin er soldið erfið en það reddast allt, jóga tíminn er fáranlega skemmtilegur en ég lýt eins og algjör fáviti í þessum stellingum. Ég og einn hafnabolta strákur erum í þessu ásamt einhverjum stelpum sem eru fáranlega liðugar og þær hlægja alltaf að okkur tveim en þetta er samt skemmtilegt. Þetta er í einhverjum litlum skúr úti skógi og vel heitt ínni skúrnum og auðvitað eins og allir vita þarf voða lítið til að ég byrji að svitna og ég kem alltaf vel sveittur og huggulegur útur tímanum, sem betur fer er þetta alltaf síðasti tíminn hjá manni. Æfingarnar eru alveg vel erfiðar og við hlaupum núna á hverjum degi og lyftum 3svar í viku. Í dag var fyrsta míluhlaupið en við hlaupum míluna 6 sinnum á þessum 2 mánuðum og við þurfum alltaf að bæta tímann þannig maður er ekkert að drepa sig í fyrstu mílunni. Ég hljóp hana á 5mín og 55 sek sem er alveg allt í lagi. Í dag kom loksins rigning þannig að maður deyr ekki alveg við að reyna eitthvað smá á sig. Á mánudaginn er enginn skóli þannig flestir sem búa í nágreninu fara heim og ég held að ég og einn annar gaur í körfu liðinu verðum eftir. Mér lýst bara vel á það, chilla aðeins.
Það er verið að laga símasambandið hérn í byggingunni og ég býst við að hann verði kominn í lag á morgun þannig að mamma og pabbi og bara allir sem vilja koomast í samband við mig hringja, síminn er 704 637 4192...
En ég er farinn að læra undir smá próf sem ég þarf að taka klukkan 9 í fyrramálið

Sunday, August 27, 2006

Thetta er ad skella a

damn hvad thad er langt sidan ad madur hefur verid ad skrifa inna thetta blogg. Eg er i algjoru bulli herna uti nuna. Billinn er eitthvad ad klikka thannig eg tharf ad fara med hann inna verkstaedi, eg er ekki med neinar skolabaekur(sem eg er ekkert ad stressa mig a), eg fae ekki lykil fyrr en a morgun thvi ad allt er lokad eins og er, eg skulda 2 20 minutna hlaup i thessum 30 stiga hita og eg tharf ad maxa bradlega i bekknum, og eg er ekki med tengi a klaernar a tolvunni eda flakkaranum. Ja thad ma med ssanni segja ad eg se i tomu tjoni.
EN i gaer var eg pikkadur upp uta flugvoll af hvitu strakunum i lidinu sem var fint, madur verdur ad kynnast theim fyrst. Svo thegar eg var buinn a taka uppur toskunum tha var farid beint i grill hja adstodarthjalfaranum sem var faranlega ljuft thvi ad eg var ad drepast ur hungri en eg var ekkert ad drekka thvi ad eg var asnalega threyttur. Madur var svo bara eitthvad chillandi um kvoldid og for frekar snemma i hattinn vegna threytu.
I dag er eg ad fara i Walmart til ad kaupa allt sem mer dettur i hug fyrir herbergid, mig vantar til daemis eitthvad til ad hengja upp fanann. Svo tharf eg ad redda mer sima og solleis, thannig eg er farinn i thessi verk svo ad eg verd ekki i meira bulli.