Friday, January 18, 2008

Við unnum síðastliðinn miðvikudag, en við unnum Brevard á heimavelli með 11 stigum en þeir voru ekki mjög góðir. Ég setti 10 stig og tók 5 fráköst á 10 mínútum, núna hlýtur að koma að því að ég fái að spila meira en ég meina í síðustu tveim leikjum er ég búinn að spila samanlagt í 20 mín og skora 17 stig! Ég tel það bara vera nokkuð gott.
Síðasta laugardag spiluðum við útileik á móti Mars Hill og unnum hann með einhverjum 10 stigum en útaf einhverjum ástæðum spilaði ég 6 minutur og ekkert í seinni hálfleik en ég skoraði ekki en var ekki mikið að snerta boltann í sókninni, en ég tók 3 fráköst. En þessi skóli var ekki með neinn alvöru stórann mann þannig að þeir spiluðu bara með litla menn og ég var ekki alltof sáttur með það en þjálfarinn treystir mér ekki að spila á móti minni mönnum enda er ég ekki beint sá sneggsti í boltanum.
Eftir leikinn þá fór ég heim til Heathers því að hún býr í bænum sem Mars Hill er í. Þar var bara slakað á því að það var enginn æfing á sunnudeginum og enginn skóli á mánudeginum vegna þess að það var Martin Luther King jr. dagur sem þýðir að allir skólar séu í fríi.
Á morgun er svo heimaleikur á móti Lincoln Memorial og ef við vinnum hann erum við 3-2 í riðlinum.
Svo er það staðfest að gamla settið er að koma í febrúar! Hlakka mikið til að sjá þau

Sunday, January 13, 2008

Erfið vika!

jæja soldið langt síðan maður hefur gert eitthvað hérna en ég hef verið frekar busy hérna með skólann og körfunni. Við erum búnir að spila 2 leiki til vipbótar í riðlinum og unnum einn og töpuðum einum sem við áttum að vinna. Við unnum Wingate sem var valið til að vinna riðilinn nokkuð örugglega en við náðum að sigra þá á miðvikudaginn á okkar heimavelli með einu stigi. Ég spilaði í 10 mín og náði ekki að skora en ég tók 5 fráköst. Leikurinn var rosalegur, við vorum að tapa með 2 stigum þegar 25 sek voru eftir en við smelltum þrist í grillið á þeim þegar 7 sek voru eftir. Þeir skutu um leið og leiktíminn rann út og boltinn skoppaði 3svar á hringnum áður en hann lak uppúr. Magnað!!!
Seinni leikurinn var í gær á útivelli á móti Tusculum og þeir gera voða lítið annað en skjóta 3 stiga. Ekki nógu skemmtilegt lið en við erum svo mikið betri en þeir en einhvern veginn náðum við að tapa. Við töpuðum með 3 stigum og þeir skoruðu þrist þegar 1,3 sekundur voru eftir. Ég fékk langa sendingu upp völlinn og þurfti að grípa boltann og skjóta beint með 2 gaura í andlitinu á mér, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert en ég náði að skjóta skikkanlegu skoti en það fór ekki oní enda var það um það bil 2 metrum frá 3 stiga línunni en skotið var stutt og hafnaði framaná hringnum! Já við töpuðum útaf ég klikkaði síðasta skotinu. Ég skoraði 7 stig á 10 mín og tók 3 fráköst sem ég er alveg sáttur með en ég hefði viljað hitt síðasta skotinu...

ÉG og Heather keyptum miða á James Blunt í mars í Asheville sem ég hlakka nokkuð mikið til að fara á!!

Thursday, January 03, 2008

Gleðilegt Nýtt Ár!!

Gleðilegt nýtt ár öll saman ég vona að allir hafi skemmt sér konunglega og farið varlega (Arinbjörn). Ég skemmti mér bara nokkuð vel, tók því reyndar bara rólega því að það var æfing klukkan 11 á nýársdag og svo var leikur í gær. Ég, Heather og Jason og kærastan hans chilluðum bara í íbúðinni hans og skáluðum auðvitað þegar nýja árið gekk í garð. Ég var meira að segja kominn inná herbergi uppúr 2, ég veit það er fáranlega snemma, og mig langar ekkert smá að fagna nýja árinu á íslandi en ég verð víst að bíða í 2 ár til þess að geta það.


Við unnum leikinn á miðvikudaginn með 10 stigum, og ég spilaði í einhverjar 19 mínútur og skoraði 5 stig og tók 5 fráköst sem er allt í lagi, ég er alveg sáttur með leikinn. Skólinn er ekki ennþá byrjaður en það eru flest íþróttaliðin mætt aftur vegna æfinga. Skólinn byrjar aftur á miðvikudaginn og ég get ekki sagt að mig hlakki mikið til. En sem sagt þá gerir maður ekki annað en að hangast eitthvað og svo er alltaf einhverjar æfingar um daginn og svo borðum við saman sem lið.

Á morgun er svo annar leikur á útivelli og ef við vinnum hann þá verður recordið okkar 8-4 em er alveg nokkuð fínt miðað við að við vorum aðeins 4-4 fyrir jól. Annars er ekki mikið að frétta af manni þetta er alltaf sama gamla sagan hérna þessa stundina. Svo vill ég minna strákana á hvernig liðið mitt í manager er að fara ná Gumma og Adda eftir nokkrar umferðir og vinna titilinn!!