Tuesday, October 31, 2006

Top 25

Samkvæmt nýjustu skoðannakönnunum erum við í Catawba 23. besti skólinn í Bandaríkjunum það er að segja yfir 2. deild. hérna í USA. Á fimmtudaginn er fyrsti æfingaleikurinn okkar og ég get ekki beðið. Það eru yfir 100 2. deildar háskólar í Bandaríkjunum þannig ég er mjög sáttur með að vera í 23 sæti á þessum lista.
Í dag fór ég á fund með aðal líffræði kennaranum sem var bara að segja mér að það er mikið af líffræði tímum sem ég á eftir að taka, en ég vissi það alveg. Á næstu önn er líffræðin loksins að byrja af einhverri alvöru og ég er í 3 líffræði tímum og 2 verklegum tímum. LOKSINS er þetta að skella á, en á sama tíma veit ég að þetta á eftir að vera vel erfitt. En ég er vel tilbúinn í þennan pakka.
Annars er maður alltaf í svipuðum pakka hérna úti en maður er loksins eru æfingarnar orðnar aðeins léttari eða kannski maður er bara kominn í betra form...

Thursday, October 26, 2006

Núna er aðeins vika í fyrsta leikinn á tímabilinu og ég get ekki lýst því hvað ég er tilbúinn að fara að keppa, mér er alveg sama að þetta sé aðeins æfingaleikur. Þetta lið heitir Athletes in Action og eru fyrrverandi háskóla leikmenn, þeir eru alveg nokkuð góðir en við eigum samt alveg að vinna. Fyrr leiktímabilið vorum við settir í 4 sætið í riðlinum sem mér finnst vera algjört kjaftæði því að við eigum góðan möguleika á að vinna béskotans riðilinn en það verður samt alveg vel strembið. Ég varð bara að skrifa aðeins um körfuna hjá mér þessa stundina.
Ég var að lesa um KR áðan og sá að þeir töpuðu á móti Skallagrím og eru þá með recordið 2-1 sem er alveg nokkuð gott því að þeir eru búnir að vinna Drulluvík a.k.a. Keflvík og Snæfell, greinilegt að Benni er að gera góða hluti með liðið. Ég vill hvetja alla til að fylgjast með KR í vetur því að ég hef trú á því að dollan endi í vesturbænum, áfram KR!!!
Annars er allt að gerast, í fyrstaskiptið í nokkur ár hef ég ekki við nein meiðsli að stríða( knock on wood) og er allur að komast í hörkuform. Er samt kominn með skemmtilega mikið ógeð af skólanum en mér gengur vel í flestum fögum en ég nenni að blaðra um það.
En já Arinbjörn ég skal redda mynd af Heather í outfittinu bara fyrir þig kall( djöfulsins Dirty Dawg) hann mun aldrei breytast, hann er einn af þeim sem heldur því fram að hann sé ekki hundur( gaur sem reynir við flest allar stelpur sem hann sér þegar hann fær sér smá öl) til dæmis er Ómar hundur og Árni er konungur hundanna( sorry Ommi þetta er skot númer 3). Já ég hlakka til að hitta þessa blessuðu vitleysinga en núna er minna en 2 mánuðir þangað til að ég kem til baka á klakann. Smá söknuður í gangi en samt allt í góðu....

Sunday, October 22, 2006

Styttist í fyrsta leikinn


Maður er kominn í svo fasta rútínu að það er ekki fyndið. Maður fer í skólann og sv oer ekki tími til að leggja sig fyrir æfingu því að æfingarnar byrja alltaf á milli 2-3 sem er svo sem fínt því að þær eru bara 2 og hálfur tími þannig maður fer alltaf að éta eftir æfinguna og þá hefur maður allt kvöldið til að læra eða chilla eitthvað. Ég er alltaf að farast úr þreytu eftir æfingu þannig ég er mikið fyrir að chilla eitthvað. Fyrsti leikurinn okkar er 2. nóv sem er reyndar bara æfingaleikur en samt ég er svo alveg kominn með nóg af hlaupum og vitleysu og er svoooo ready fyrir fyrsta leikinn.
Þetta er svo kölluð Fall Break helgi sem þýðir að flestir í skólanum fara heim til sín því að það er enginn skóli á mánudaginn eða þriðjudaginn, en þeir sem eru í fótbolta liðinu og körfubolta liðinu eru á morgun æfingum klukkan 9 sem ég er ekki að fíla. Reyndar hata ég þða því að eins og flestir vita er ég ekki mikill morgunhani. Maður er nú ekki að djamma eins mikið og Ómar a.k.a. Big O, en það virðist eins og hann sé ekki mikið í skólanum og er bara fullur alla daga, en samt Ommi ég elska þig!!
Svo er ég víst byrjaður með stelpu hérna sem er klappstýra og heitir Heather sem er á myndinni hérna til hliðar. Við erum búin að vera saman í mánuð og allt gengur eins og í sögu en ég veit að amma verður mjög sátt að hún sé ekki svört. En það síðasta sem hún sagði við mig áður en ég fór út var: "Ekki byrja með svartri stelpu"
Já ég veit að mörgum finnst það virkilega skondið að ég sem körfubolta gaur byrji með klapstýru en hey svona er þetta bara. En já það er ekki mikið að gerast hjá manni um helgar fyrst að maður er á æfingu alltaf um helgar en ég fæ bara einn dag í viku í hvíld og þá er maður sko að chilla!
En ég kveð bara að sinni

Saturday, October 14, 2006

Afsakið hlé

Ég veit að ég er búinn að vera fáranlega lélegur að blogga hérna uppá síðkastið en ég hef góða ástæðu en hún er að ég hef bókstaflega ekki nennt því. Það er nóg búið að gerast hérna og ég skal reyna að muna það allra merkilegasta.
Síðasta helgi var mjög skemmtileg og það gerðist alveg nóg af skemmtilegum hlutum en það allra skemmtilegasta var án efa laugardagskvöldið. Það byrjaði með því að ég og Matt fórum til hafnaboltastrákana til að hangast eitthvað og sötra eitthvað smá. Við vorum bara eitthvað að chilla og spjalla saman og þá dettur einum stráknum það í hug að fara á strippstað og öllum fannst það alveg virkilega góð hugmynd. Það tók okkur ekki nema einhverjar 10 mínútur að komast þangað, og þetta hljómaði ennþá eins og góð hugmynd. Þegar ég sá þennan blessaða stað þá fór ég eitthvað að efast um þennan stað, þessi staður var í einhvers konar bragga og leit ekki út fyrir að vera alltof stöðugur. Maður þurfti að borga einhverja skitna 6 dollara til að komast inn, svo þegar maður ætlaði að borga með korti þá tók ekki staðurinn ekki kort. Svo fór einn strákurinn á barinn og kom skellihlæjandi til baka og allir spurðu akkuru hann var skellihlæjandi? Hann sagði þá að þessi staður seldi ekki sterkt áfengi bara bjór. En besti parturinn var að allir strippararnir tóku allar sömu rútínunina og voru ekki beint að fíla að vera uppá sviði þannig þær voru allar með þennan skemmtilega fýlusvip!! Þvílíkur klassastaður.
Við strákarnir í liðinu erum búnir að kíkja á klúbbinn síðustu tvo miðvikudaga og það er búið að vera fáranlega gaman. Strákarnir alveg að missa sig en ég er alltaf jafn rólegur því að strákarnir þurfa alltaf að reyna við stelpurnar á meðan ég þarf ekki að gera neitt því að þær koma alltaf til mín. Jón Pétur og Arinbjörn vita þetta... ekki satt??
En svo er undirbúningstímabilið loksins búið og síðasta mílan var tekin og rústuð síðasta mánudag en ég hljóp hana á 5:24 og er mjög sáttur með það. Í dag var fyrsta alvöru æfingin og hún var mjög skemmtileg og ekkert alltof erfið en þetta er svona nokkurn veginn allt sem gerðist...

Monday, October 02, 2006

Ferðasaga...


Eins og ég talaði um síðast þá var ég og Issac að fara til Óla Torfa sem er í háskólanum Appalachian State.
Þetta byrjaði allt á föstudeginum, við þurftum aðeins að lyfta og hlaupa sem var ekkert erfitt og svo löggðum við af stað um klukkan 7 að kveldi til. Hér til hliðar er mynd af Bonnie, þessi elska á mörg ár eftir þrátt fyrir að vera keyrð nálægt 200.000 mílur. Við stoppuðum á einhverjum veitingastað á leiðinni til að hitta fjölskylduna hans Isaacs. flottur staður sem heitir því frumlega nafni ChickenHouse, ég borðaði næstum heilan fugl. Svo héldum við áfram og samanlagt tók það okkur rúma 2 tíma í akstri að keyra til Óla. Háskólinn hans er einmitt upp til fjalla og það eru um 15000 manns í honum sem mér finnst alveg vel mikið. Til að mynda þá genguru ekki í tíma því að campusinn er það stór, Isaac sagði mér að það er hægt að taka strætó í næsta tíma. Við gerðum nú ekki mikið þetta kvöld enda vorum við frekar þreyttir eftir erfiða viku í preseason hérna í Catawba, við gláptum barara á einhverja mynd og spiluðum smá borðtennis.
Á laugardeginum var leikur hjá Óla þannig við vöknuðum bara rétt fyrir hádegi og fórum á einhvern kínverskan stað sem bauð uppá hlaðborð þannig maður borðaði alveg á sig gat. Leikurinn byrjaði 15:30 þannig ég og Ísaac héldum að við myndum alveg ná okkar sætum ef við myndum leggja af stað bara 20 mín fyrir leik. NEI blessaður vertu þegar við komum var allt pakkað þannig við þurftum að standa allan béskotans leikinn. Leikurinn var frekar góður, það er að segja Appalachian State spilaði vel og í hálfleik var staðan 38-7 þannig í seinni hálfleik voru bara varamennirnir að spila og leikurinn endaði 52-21. Myndin er af helmingnum af vellinum og þið getið séð hversu pakkað var.

Eftir leikin urðum við a nátturulega að fagna sigrinum og ég tók Tópas flöskuna mína sem ég keypti í fríhöfninni þegar ég kom út(já ég veit ég var ekki búinn með hana). Það tók mig og Óla ekki langan tíma að stúta henni en það rúmlega helmingur eftir af henni þegar ég tók hana með. Við fórum í nokkur party sem öll voru stoppuð af löggunni þannig að við fórum bara inná herbergi eitthvað í chillinu því að við nenntum ekki að fara eitthvert, þrátt fyrir a ð Óli vildi endilega fara á klúbbana en þar sem við vorum í Norður Carólinu fylki þá loka staðirnir klukkan 2 og klukkan var korter í 2, þannig að við gátum það ekki. Ég vill bara taka það fram að Óli frekkur ekki oft og hann var mjög hress(en ekki jafn hress og Ommi á Vegamótum eða Óli rauðhaus í bústaðnum forðum daga þegar hann tók heimsfræga dansinn sinn). Ég tók nokkrar myndir og er að setja þær inná síðuna mína í kvöld þannig að ég segi bara enjoy!!

Svo vill ég að allir fái sér skype því að þetta er fáranlega sniðugt. Ég talaði við Arinbjörn um daginn og þetta svínvirkar. Allir sem eru með þetta mega adda mér inn, en notendanafnið mitt er finnurmagg10...