Monday, February 18, 2008

Allt að koma til

Jæja við erum loksins byrjaðir að vinna aftur en ég er samt bara fastur á bekknum og efast um að það sé eitthvað að fara breytast, en ég er byrjaður að sætta mig við það og reyna að æfa meira og verða betri svo ég geti spilað á næsta ári. En annars er ekki mikið í gangi hérna. Við töpuðum 4 leikjum í röð og þjálfarinn missti sig alveg og núna er allt bannað, við megum ekki vera með síma né i-pod í rútunni sem er ekki nógu spes en við erum einmitt að fara að keppa á miðvikudaginn og móti skóla sem er í 5 klukkustunda akstursfjarlægð vá ég get bara ekki beðið! Annars kemur gamla settið á föstudaginn sem þýðir að ég verð bara að skrópa í skólanum á meðan þau eru hérna!! Þetta verður voða gaman að borða á veitingastöðum og fara í mallið og versla smá ég meina ég get kannski pínt mig í að kaupa eitt skópar eða svo.

Tuesday, February 05, 2008

vá erfiðir tímar

Vá hvað það er langt síðan maður ehfur verið að tjá sig hérna eitthvað að ráði, en síðasta vika var ein sú erfiðasta sem ég hef lent í. Það voru 4 próf í vikunni, plús að ég þurfti að skila inn béskotans verkefni sem tók asnalega langan tæima að gera plús að það voru 2 leikir sem báir töpuðust og spila alveg heilar 5 mínútur samanlagt. Ég á alltaf erfitt með að taka tapinu illa þegar ég fæ ekki séns til að hjálpa liðinu eitthvað að ráði. En ég er að gera mitt besta til að fá einhvern spilatíma, og það er leikur á morgun þannig að það kemur bara í ljós hvort það hefur verið að skila sér eitthvað eður ei.
Ég fór til Charlotte sææiðustu helgi og það var ekkert smá gaman og ég myndi skrifa söguna hérna en ég efast um að foreldrar mínir yrðu sáttir þannig hverjir sem vilja heyra ferðasöguna verða að hitta mig inná msn. En ég og nokkrir krakkar (eitthvað um 10) fóru til charlotte á einhvern klúbb, sem var alveg geggjað og það var bullað í allt og öllum, það er við vorum byrjaðir að ljúga að einn stræakurinn væri í NBA og stelpurnar voru alveg að kaupa það og solleis en eins og ég sagði þá segi ég betur frá henni á msn.
Það er komið á fast að ég er að fara á James Blunt í mars og svo er ég að fara á uppistand með Jerry Seinfeld í april og ég er einmitt að reyna að fara á Bon Jovi í april en það er ekki komið á fast að ég komist.
Svo styttist í það að gamla settið komi hingað en það eru um 2 vikur eða svo að þau komi og ég hlakka mikið til vegna þess að þau ætla að koma með smá skyr og pullur fra´klakanum... úúvvvííí