Wednesday, November 29, 2006

Hvað er málið??

Já við töpuðum leiknum á Þriðjudaginn og allt liðið spilaði all svakalega illa og vegna þess var virkilega erfið æfing á miðvikudaginn, og mér hefur sjaldan liðið jafn illa eftir eina æfingu en einhver spakur maður sagði að það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari! Recordið okkar er 1-2 sem er ekki ásættanlegt þannig við erum búnir að vera æfa virkilega stíft og maður hefur sko verið að taka á því þessa vikuna og við verðum að vinna leikina um helgina. Það er bara einn galli að liðin sem við erum að spila á móti eru virkilega góð en ég er pottþéttur á því að við munum vinna.
Á fimmtudaginn var svo Thanksgiving sem þýddi að við fengum 2 frídaga í röð sem var virkilega nice, ég fór heim með Matt og gisti hjá honum til laugardags. Hann er fáranlega ríkur og húsið hans var í bullinu hreint út sagt. Ég gerði voðalega lítið annað en að éta og glápa á myndir í 42 tommu plasma sjónvarpinu hans. Virkilega gott að fá almennilegan mat og bætti án efa einhverjum kilóum á mig sem er bara gott mál.
Svo er skólinn allur að koma til og maður er búinn að rífa einkuninnar upp, Jóga tíminn er orðinn leiklist og ég er nátturulega fáranlega góður leikari og allir eru skellihlæjandi þegar maður er að reyna að muna línurnar en mér finnst þetta bara gaman. Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég komi heim með einhverjar tjellingar og svarið er nei(sorry Addi minn) en já mig hlakkar bara til að koma heim á klakann og ég er alltaf að bíða eftir svari frá kallinum sem er að hjálpa mér og það er eins gott að hann reddi mér heim. Því það er ekki séns að ég eyði jólunum hérna einn!!
Svo byrja prófin eftir næstu viku og ég er ekki að stressa mig mikið yfir þessum prófum, en maður verður víst að læra eitthvað fyrir þau. Svo vill ég bara samhryggjast öllum þeim sem eru í prófunum heima, ég veit að þau eru ekki alveg nógu spes og passið ykkur bara að drekka ekki of mikið af kaffi. En gangi ykkur bara vel, svo er KR-Bumban komin í 16 liða úrslit í bikarnum þar sem Gummi bróðir er að drepa mann og annan á vellinum með þristum sem ég kenndi honum að skjóta og ég vona bara að þeir komist sem lengst í þessari keppni!!

Monday, November 20, 2006

Um helgina spiluðum við 2 leiki og vá hvað ég spilaði illa. Við unnum fyrri leikinn með 40 stigum þannig ég spilaði bara skitnar 12 mín, skoraði 6 stig, en var ekkert spes. En seinni leikurinn átti að vera erfiðari og hann var það svo sannarlega. Við töpuðum honum með 8 stigum, og þetta var örugglega einn sá lélegasti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað, ég spilaði 23 mínutur, tók eitt skot, skoraði ekki stig, tók nokkur fráköst og var hreint út sagt ömurlegur.
Á morgun er annar leikur á móti enn betra liði og það er ekki séns að ég mun spila jafn illa og í síðasta leik og ég ætla mér að standa mig. Ég vill minna fólk á að KR er á toppi deildarinnar heima og allt stefnir í að KR vinni þessa blessuðu deild, ekkert smá sáttur með þá.
Í kvöld fór ég og Matt á Charlotte Bobcats á Dallas Mavericks, sem var mjög gaman við ætluðum að kaupa miða á 60 dollara sem eru um 4000 kall, en við hittum gaur sem var að selja miða á götunni og við fengum miðanna á 30 dollara eða 2000 kall. LEikurinn endaði með sigri Dallas og Dirk var með 24 stig, ég tók fullt af myndum og þær verða settar inná síðuna eftir nokkra daga.
En ég skrifa um leikinn á morgun eða eitthvað, en svo vill ég minna á að maður stefnir á að koma heim á klakann þann 19 des eldsnemma um morguninn....

Friday, November 17, 2006

Loksin loksins...

Þetta er í fyrsta skiptið í langann tíma sem ég kemst inná netið því að tölvudeildin hérna í skólanum var að skipta um aðstæður sem þýddi að netið hérna lá niðri í um 2 vikur. Við erum búnir að spila einn æfingaleik á móti J.C. Smith á útivelli og sá leikur tapaðist með einu stigi 74-73 en við vorum ekki að hitta skít bókstaflega. Ég spilaði 25 mínútur skoraði 12 stig og tók 8 fráköst sem ég er alveg sáttur með. Salurinn sem við spiluðum var vægast sagt lélegur fáranlega heitt og eins og flestir vita þarf ekki mikið til að ég byrji að svitna og eftir leikinn var ekki þurr blettur á stuttbuxunum mínu eða treyjunni, þvílíkt huggulegt.
Svo ermikið búið að gerast á klakanum, Bræðurnir Eymundur og Andri áttu afmæli og vil ég bara óska þeim til hamingju með það en þeir eru nú langt komnir á þrítugs aldurinn sem er frábært og ég er búinn að heyra af sögum um að Andri og Kolla séu að fara gifta sig og lítill sælkeri sé á leiðinni bráðum... eitthvað til í þessu?? Svo er maður alltaf í sambandi við Arinbjörn og hann segist vera á fullu í skólanum og einhverjum vísindaferðum sem alltaf góð blanda segir Arinbjörn.
Svo er Þakkagjörðarhátíðin hérna á miðvikudaginn sem þýðir að allir fara heim og ég mun fara heim með einum gaurnum úr liðinu sem heitir Matt og ég hlakka soldið til því að það mun vera chillað svo mikið og étið svo mikið að það er ekki einu sinni fyndið. Svo talaði ég við mömmu í gær og sagði henni að byrja að baka smákökurnar því að þegar ég kem á klakann aftur þá mun ég sko éta þær...
Svo er ég wins og Eymi bara peð í "stóra tölvulánasvindlinu" en það er að Gaui sem var með mér í bekk back in the days er að kaupa fartölvur í Elko á okkar nafni er ekki alveg viss hvernig hann gerir það en mamma fékk bara reikning sendann heim til okkar um að ég keypti tölvu á 270.000 og mamma náttueulega í algjöru sjokki. En mamma er búin að kæra sem og Eymi og allir þeir sem eru búnir að lenda í þessu.
Í kvöld er svo fyrsti leikurinn í leiktímabilinu, svo er leikur á morgun og á þriðjudaginn, fullt að gera og ég er ekkert smá spennutr, en ég held að það sé kominn til til að slútta þessu!!

Sunday, November 05, 2006

Homecomin

Þessa helgi var svokölluð Homecoming en þá koma fullt af gömlum nemendum og svo er virkilega tekið á því um kvöldið. VIð spiluðum síðan leik innan liðsins sem er kallaður blue and white game en þetta er til að sýna skólanum liðið okkar og auðvitað vann mit lið.
Við spiluðum á fimmtudaginn okkar fyrsta æfingaleik sem ég var búinn að bíða eftir í langan íma, við unnum hann með 5 stigum og ég spilaði einhverjar 18 mínutur og setti 5 stig en í þessum leik var þjálfarinn að sjá hverjir spila best saman og solleis.
Svo var helgin mjög góð hjá mér, á föstudeginum var bara æfing og svo kíkt í bíó á Borat og ertu ekki að grínast hvað þessi mynd er asnalega fyndin?? Þetta var án efa ein besta mynd sem ég hef séð, ég bókstaflega grenjaði úr hlátri. Svo átti að vera æfing klukkan 10 en þegar við vorum búnir að æfa í um 10 mínútur þá þurftum við að hætta að æfa því að það var einhver fundur og við gátum ekki æft, frekar svekkjandi!
Á laugardeginum var svo nátturulega blue and white leikurinn og svo var kíkt í party, og það var geggjað stuð sem var ekki beint góð hugmynd hjá mér því að það var æfing um morguninn á sunnudeginum og þetta var án efa ein erfiðasta æfing sem ég hef farið á.
Shit hvað maður er tilbúinn að koma heim á klakann og klára þessi béskotans próf en ég get ekki kvartað mikið því að þið sem eruð í háskólanum heima eruð án efa frekar stressuð útaf prófunum ykkar.
Svo er fyrsu alvöru leikirnir hjá okkur ekki næstu helgi heldur helgina á eftir henni. Svo vill ég minna fólk á að styðja KR í körfunni heima en þeir eru í þriðja sæti og ég hef mikla trú á þeim og að dollan muni enda í vesturbænum....