Friday, September 29, 2006

ROADTRIP!!!

Jæja helgin er loksins komin, en ég verð að segja að þessi vika flaug alveg framhjá mér sem er alltaf góður hlutur. Á þriðjudaginn þurfti ég að hlaupa míluna vegna þess að ég snéri mig á ökkla og gat ekki hlupið hana síðast, þannig ég mætti fáranlega hress niðrá hlaupabraut. En þá var einmitt hlaupaliðið á æfingu og ég hljóp eins hratt og ég gat og bætti tímann minn sem ég er ekkert smá sáttur með en ég hljóp hana á 5:28.
Í gær var mér og Isaak boðið í mat hjá ömmu eins stráksins í liðinu og ertu ekki að gantast í mér hvað þetta var gott. Enda er ég algjörlega kominn með ógeð á kaffiteríunni hérna. Konan eldaði kjúklingabringur og kartöflumús og ís í eftirrétt, vá hvað ég borðaði mikið.
Eins og ég sagði síðast ætlaði ég að fara að hitta Óla Torfa á laugardaginn en svo kom uppá að Isaak á einnig félaga í skólanum hans Óla og hann spurði hvort hann gæti fengið far með mér, og við ákváðum að fara í dag eftir æfingu og borða heima hjá Isaak sem er á leiðinni þangað upp eftir. Mér lýst hrikalega vel á þetta, fínt að fá smá tilbreytingu og tala íslenku við Óla þannig að maður gleymi henni ekki alveg.
En ég mun taka fullt af myndum og smella þeim hér inn á sunnudaginn, og setja alla ferðasöguna inn, en ég verð víst að drulla mér á æfingu...

Monday, September 25, 2006

Helgin

Beskotans drasl er þetta!! Var kominn með alveg góðan og langan pistil og þá datt internetið úr sambandi og allt eyddist. En Helgin var virkilega fín, ekkert stress, enginn heimalærdómur ekki útaf því að ég nennti ekki að læra en það var bara ekkert til að læra fyrir mánudaginn. Á föstudeginum var bara æfing og solleis en eftir kvöldmat tók ég því bara rólega og chillaði bara yfir spólu og slikkeri(samt ekkert eins og Andri er frægur fyrir en samt eitthvað smá), sorry Andri en þú ert sælkeri af guðsnáð eða ætti ég að segja fyrrverandi sælkeri fyrst að þú ert kominn í átak??
Á laugardeginum vaknaði maður bara um hádegi kíkti aðeins að pumpa og skjóta fyrst að maður hafði ekkert að gera. Svo var bara kíkt í mallið í Winston Salem sem er um 45 mínútna fjarlægð en maður var ekkert að versla of mikið en samt eitthvað smá. En ég loksins keypi mér mic á tölvuna þannig að núna get ég talað við þá sem eru með nýtt msn og mic á tölvunni frítt, ég er nokkuð viss um að Gummi, Andri og Ommi eru með þetta og núna vona ég bara að allir reddi sér svona því þetta er alveg þvílíkt sniðugt.
Svo verð ég víst að commenta á þennan pistil sem Árni skrifaði eða setti inná www.blog.central.is/ltown, ef þið komist ekki inná hann hérna þá getiði kíkt inná ltown síðuna á linkunum mínum. Alla vegnna er hann að setja upp einhvers komnar auglýsingu fyrir sjálfan sig, haldandi því fram að hann sé einn heitasti piparsveinn landsins og hann þurfi einhverja dömu. Er það virkilega svona erfitt að næla sér í konu á klakanum eftir að ég fór?? Ég veit að það var ekki svona erfitt þegar ég var þarna eins og flestir vita. Og það er ekki eins og Árni sé ekki að reyna, allir sem hafa farið með honum í bæinn vita að maðurinn reynir og líka svona skemmtilega mikið.
En ég vona að þetta gangi allt vel hjá honum, og hann hitti einhverja stelpu bráðlega því að guð veit að hann þarf þess. En annars er bara allt gott hjá mér, heyrði loksins í Robba um helgina sem var alveg mjög fínt maður er jafnvel byrjaður sakna hlátursins í honum og allt það sem hann gerir þegar hann fer út á lífið(þá er ég að tala um þegar hann heldur því fram að sé góður í skvassi og getur ekki kastað flösku í vegg, sorry Arinbjörn vona að nágrannarnir vöknuðu ekki).
Svo kom það í ljós að ég mun fara í heimsókn til Óla Torfa sem er að spila amerískan fótbolta í Appalachian State sem er í um 2 tíma akstursfjarlægð. Það þýðir bara að ég og Bonnie erum að fara í ROADTRIP!!! En meira um það síðar...
Ég er farinn að hlaupa míluna

Wednesday, September 20, 2006

Smá update

Ég er búinn að setja allar myndirnar inná nýja myndasíðu, en hún er undir liknum myndir Catawba. Ég tók mynd af klappstýrunni sem gaf mér fáranlega góða súkkulaði köku í afmælisgjöf, mamma vildi endilega sjá þessa stelpu. Svo tók ég mynd af aðstoðarþjálfaranum og nokkrar myndir af gaurnum í liðinu, en samt ekki öllum vantar nokkra hvíta gaura. Andri var í algjöru sjokki hvað það voru margir blökkumenn í liðinu!!
Ég býð bara eftir að Andri komi sér í form og ég býst við að hann geti troðið á alvöru körfu þegar ég kem heim um jólin. Svo er ég að bíða eftir að Herra Jón Pétur fiffi uppá síðuna mína, en hann ætlar að gera það þegar hann hefur tíma. En annars er ekkert mikið að gerast hjá mér, æfingarnar eru alveg að drepa mann en hey hvað er nýtt??

Monday, September 18, 2006

Búinn að fá mér myndavél




Á föstudaginn skellti ég mér í hið fáranlega lélega mall hérna í Salisbury og keypti mér eitt stykki Digital myndavél. Núna get ég sýnt ykkur aðeins hvernig þetta er hérna hjá mér. Ég er að vinna í því að byrja myndasíðu en núna skelli ég bara nokkrum myndum hingað inn. Til að byrja með tók ég mynd af Donald herbergisfélaga mínum sem sefur álíka mikið og Danni G, a.k.a. Danni frændi...
Myndavélin mín heitir Casio Exilm ex-z60 og er 6 mega pixla og er alveg virkilega þunn, og er svört á litinn. Mjög sáttur með þessi kaup hjá mér.
Helgin var góð og föstudagurinn var rólegur maður hékk bara inná herbergi og var eitthvað að horfa á flakkarann með snakk og kók sem alltaf gott combo. Ég fór til aðstoðarþjálfarans á laugardeginum í grill og það var virkilega góð stemning þar og ég skemmti mér konunglega. Auðvitað tók ég mynd af honum. En myndin vill aldrei birtast hérna, ég hef hana þá bara á myndasíðunni minni sem er á leiðinni.
Annars er alltaf sami pakkinn á manni, lyfta hlaupa og æfa sem er allt í góðu nema hvað maður er orðinn þreyttur á þessum hlaupum en maður verður víst að gera þetta. Ekki nema mánuður eftir af undirbúningstímabilinu, heill ógeðismánuður!! Svo verð ég víst að taka mynd af Bonnie svo fólk átti sig á hversu mikið yndi hún er.
Svo vill ég bara minna fólk á að Gummi bróðir á bókstaflega engan möguleika að hlaupa míluna á 5 mínutum. Hann sagði fyrst að Helgi gæti hlupið hana á 5:15 þá væri hann á 5 sléttum, en eins og fólk veit þá er Gummi bróðir einn sá fljótasti sem sögur fara af.
Svo er fyrsta líffræði prófið á miðvikudaginn og maður er sko byrjaður að læra undir það því að maður hefur heyrt margar sögur af þessum prófum og það er eins gott að standa sig. En er eitthvað sérstakt sem fólk vill sjá myndir af??

Thursday, September 14, 2006

Big 21... ég má kaupa áfengi hérna, þ.e.a.s. löglega

Í dag er kallinn orðinn 21 árs gamall og má því kaupa áfengi hér í Kanalandi löglega, og ég mun fagna því í kvöld með því að kaupa mér eitthvað í vínbúðinni en ég mun ekki drekka það í kvöld því að það eru béskotans æfingar á morgun sem ég mun ekki meika að gera timbraður. En það er ekki mikið í gangi hjá mér þessa dagana, einhver prófahrina er að fara í gang og það var próf í dag, á morgun og 2 á mánudaginn.
Helgin leggst bara vel í mig, föstudagurinn er ekki planaður kannski maður kíki út eða hangi bara inná herbergi chillandi yfir ræmu. Laugardagurinn verður tekinn með trompi og byrjar með grilli AFTUR hjá aðstoðarþjálfaranum, svo fótboltaleikur og svo verður að öllum líkindum farið til Charlotte með hafnaboltastrákunum og þá verður sko gert eitthvað af sér.
En ég ætla bara hafa þetta stutt og laggott í dag því að ég verð að læra undir próf....

Monday, September 11, 2006

9/11

Í dag er 11. september og það þýðir að það eru 5 ár síðan árásin á the Twin Towers var gerð. Það koma mér reyndar alveg skemmtilega á óvart hvað egninn kennari nefndi þetta, en allir þættir í sjónvarpinu nefna þetta. Ég bjóst alveg við því að kennsla yrði felld niður og allir myndu safnast saman og syrgja en ekkert þannig bull. Ég er búinn að vera hérna núna í rúmar 3 vikur og allt er að ganga upp. Ég pantaði mér nokkur pláköt til að skreyta veggina hjá mér fyrir útan íslenska fánann, þau koma á morgun. Svo náði ég að panta mér Herbalife, maður tekur alveg vel eftir því hvað það eins og allt annað er miklu ódýrara hérna í kanalandinu.
Svo ætlar þjálfarinn minn að hjálpa mér með þessi blessuðu bílavandræði og vonandi gengur það allt upp því annars deyr gamla Bonnie. Annars var helgin bara virkilega ljúf, bara chill og allt rólegt. Á laugardeginum fórum við í grill hjá aðstoðarþjálfaranum sem var geðbilað gott, fáranlega gott að fá almennilegan mat eftir heila viku hérna í kaffiteríunni. Eftir það fórum við á amerískan fótboltaleik sem var mjög leiðinlegur því að Catawba var 35-0 yfir í hálfleik þannig við fórum bara.
Áðan var svo mílan í annað skiptið áðan og ég bætti mig um 10 sekúndur og hljóp hana á 5:45 og á mánudaginn næsta þarf ég að reyna að bæta þann tíma. Svo vill ég minna fólk á að maður á afmæli á fimmtudaginn og ég býst við að fá einhverjar gjafir sendar til mín!! Neinei ég er að gantast eitthvað...Það þýðir að maður verður að gera eitthvað af sér um helgina, en núna er ég farinn á aðra æfingu...

Friday, September 08, 2006

Allt að gerast

Allt er að ganga upp eins og í sögu þessa stundina eða þannig séð. Í byrjun vikunnar allt gekk upp; Bonnie vaknaði til lífsins, gsm síminn komst í samband. En svo fóru hlutirnar að versna, það er eitthvað voða vandamál með bílinn, ég þarf að láta Helga skrifa undir eitthvað bull svo að ég geti löglega átt bílinn. Ég get heldur ekki fengið almennilega tryggingu fyrr en ég geri það en ég er með einhverja lélea tryggingu þessa stundina. Svo er Bonnie eitthvað að klikka, alltaf að drepa á sér þannig að ég fer með yndið uppá verkstæði á eftir þegar ég klára tímana mína og sé svo til. Einhver gaur sagði mér að þetta er mjög líklega eitthvað tengingaratriði í rafgeyminum þannig að það þyrfti bara að herða einhverja skrúfur eða eitthvað, vá hvað ég vona að það sé málið. Námið er allt að koma til og vonandi á það allt eftir að ganga vel. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi og við erum alltaf að hlaupa og lyfta sem er svo sem allt í lagi.
Helgin leggst bara virkilega vel í mig, í kvöld er bara eitthvað chill, sem er mjög gott líkaminn er alveg skemmtilega lúinn þannig hann verður alvegsáttur með að fá einhverja smá hvíld. Svo er grill hjá aðstoðarþjálfaranum á laugardeginum og það á en efa eftir að vera skemmtilegt.
Ísland rétt tapaði á móti Finnum í höllinni um daginn en það var bara vegna lélegs 3. leikhluta en vonandi náum við halda haus og vinna næsta leik, Helgi bróðir spilaði allt í lagi en hann fékk kannski ekki alveg nógu margar mínútur í leiknum.

EN ég er farinn í tíma, vonandi fer maður að heyra í einhverjum af ykkur...

Sunday, September 03, 2006

Góð chill helgi

Góð helgi að baki hérna í Salisbury. Á föstudeginum kíktum ég og Isaak til hafnaboltastrákana og vorum aðeins að taka á því þar, en það var samt voðalega rólegt. Isaak þekkir strákana ekki neitt þannig maður varð víst að kynna hann fyrir þeim og hann fílaði þá alveg. Enda eru þeir soddan vitleysingar að maður verður einhvern veginn að fíla þá. Þetta er svipaður pakki og með Arinbjörn, hann er soddan sauður að maður einhvern veginn verður að fíla hann. Í gær fórum við síðan í mallið Concord Mills þar sem maður varð að kaupa sér eitthvað smá en samt ekki nógu mikið þannig ég býst við að maður skelli sér þangað aftur bráðlega. Ég keypti mér klukku, 2 stuttbuxur, 2 boli, stutterma skyrtu. Ja það er satt ég keypti mér enga skó sem er nokkuð sjaldgjæft hjá mér.
Svo um kvöldið gerði ég bara bókstaflega ekki neitt, ég var bara chillandi eitthvað inná herbergi og glápandi á tv. En á morgun er svokallaður Labor Day sem þýðir að það er enginn skóli og við erum ekkert á æfingu nema hvað við spilum um kvöldiðsem er all svakalega ljúft því að þá verður enn meira chill 2night. En núna ætla ég að fara sð skjóta og lyfta smá...
Svo styttist í að maður verði 21árs sem þýðir að maður má löglega kaupa áfengi hérna í Salisbury og þá verður eitthvað mikið gert af sér. Svo vill ég minna fólk á að fara á landsleikinn í körfu í höllinni á miðvikudaginn!!!