Saturday, December 09, 2006

19.desember!!!

Ég fékk flugmiðanna mína senda til í dag og vá hvað manni hlakkar til að komast heim á klakann. Eymundur Sveinn Leifsson ætlar að gera mér þann greiða að sækja mig uppá flugvöll þann 19.des klukkan 7 um morguninn. Það er víst ákveðið að ég er að fara með Eyma og þeim útað borða þann 22.des og svo að pikka upp Gumma á flugvöllinn um miðnætti, og svo þann 23. er ég að fara útað borða með Arinbirni og þeim. Lýtur allt út fyrir að ég sé að fara éta og ekkert annað sem ég er bara nokkuð sáttur með.
En við erum ennþá að struggla hérna í körfunni, við með recordið 2-5 sem er ekki nógu spes. Ég spilaði 11 mínutur í þar síðasta leik og skoraði 6 stig og tók 6 fráköst í leik sem við unnum með 6. Svo töpuðum við áðan með 15 stigum ég spilaði 14 mínutur skoraði 4 stig og tók 7 fráköst. Þannig þetta er ekki beint að ganga upp hjá okkur en ég vona að það breytist mjög bráðlega.
Á þriðjudaginn byrja prófin hjá mér og þau eru búin á föstudaginn, maður er ekkert alltof mikið að stressa sig á þessu. Er samt tilbúinn að klára þessa önn og taka smá frí frá skólanum.... Enn og aftur vill ég segja gangi ykkur vel í prófunum!!

Monday, December 04, 2006

Allt á afturfótunum

Ég ætla bara að segja að við töpuðum báðum leikjunum einum með 8 því að liðið skaut 60% sem er í bullinu og svo var hinn leikurinn á móti liðinu sem er rankað númer 6 í landinu og við töpuðum leiknum með 1 og liðið skoraði buzzer og ég var brjálaður. Ég fæ ekkert að spila lengur sem er ekki alveg nógu gott en ég er að vinna í því.
Svo er ég að koma heim þann 19.des og fer aftur þann 27.des, ég er víst búinn að lofa mig í að fara á jólahlaðborð með krökkunum í mínum árgangi þann 22.des en ég fer þaðan snemma því að ég og Óli litli(það gæti verið að þið þekkið hann undir nafninu Óli stóri en ég kalla hann óla litla því að hann er bara tittur) ætlum að pikka aðalbyttuna Gumma sem er að koma heim frá Þýskalandi. Svo er beint á djammið með Gumma, og skemmta sér.
Á laugardagskvöldið var farið í party og það var geggjað stuð. Við byrjuðum uppá herbergi hjá mér og við fengum okkur nokkra white russians en allt liðið kom inná herbergi og það var nokkuð góð stemning. Svo fórum við í party sem var rétt hjá campusnum og það var nú meira partyið. Stelpur voru að slást og ein stelpan rotaðist næstum þegar hún var slegin(tek það fram að hin stelpan kýldi hana ekki hún sló hana næstum í rot). Svo reyndi hún að standa upp og datt aftur niður.
EN SVO VANTAR MIG EINHVERN TIL AÐ PIKKA MIG UPP Á FLUGVÖLLINN, ER EINHVER SEM HEFUR TÍMA???